Erótískar sögur

Kanarí (e. hina konuna)

Posted in Óvænt kynni by sogur on 14/02/2010

Þau höfðu pantað gistingu á netinu, svítu með eldhúsi og svefnaðstöðu fyrir tvö pör. Baðherbergið var að vísu sameiginlegt en það gat ekki orðið mikið vandamál með sæmilegri tillitssemi á alla bóga. Þau fengu tvo lykla og leiðbeiningar um leiðina að herberginu á sjöttu hæð hótelsins. Stelpurnar vísuðu veginn en strákarnir fylgdu þeim fast á hæla með þungar ferðatöskurnar.

Kolbrún opnaði dyrnar og strákarnir fóru fyrsti inn með farangurinn. Þeir stöðvuðu sem steini lostnir í þröngum eldhúskróknum og létu töskurnar falla á gólfið. Stelpurnar smeygðu sér framhjá þeim en námu líka agndofa staðar. Svefnaðstaðan fyrir tvö pör var ekki eins og þau höfðu gert sér í hugarlund.

Rúmin voru sæmilega stór og virtust mjög þægileg. Þau stóðu hins vegar hlið við hlið í fremur litlu herbergi og það voru ekki nema kannski fimmtíu sentímetrar á milli þeirra. Dagbjört varð fyrst til að fá málið aftur og sagði það sem öllum var efst í huga, „Þetta er nú kannski ekki mjög mikið prívat fyrir tveggja vikna sumarfrí með kærastanum…“

Kalli og Diddi litu hvor á annan og lögðu orðalaust af stað niður í gestamóttökuna. Stelpurnar skoðuðu herbergið á meðan þær biðu eftir úrslitum málsins. Eldhúshornið var svo lítið að þar gat í besta falli ein manneskja athafnað sig á meðan önnur sat við litla barborðið sem skildi eldhúsið frá svefnherberginu. Baðherbergið var lítið og þröngt sturtan ágæt. Svalirnar voru fínar og útsýnið yfir ströndina og hafið dásamlegt. Þær settust hvor á sitt rúmið og biðu.

Eftir drykklanga stund komu strákarnir til baka allverulega fýldir á svip. Engin mistök höfðu átt sér stað, þetta kallaðist víst svíta með eldhúsi og svefnaðstöðu fyrir tvö pör. Það var ekkert annað herbergi laust á Hotel Tenerife Playa þessa vikuna og víst ólíklegt að nokkuð losnaði í næstu viku. Sömu sögu var að segja um önnur hótel á svæðinu, þetta var helsti ferðamannatíminn og öll gisting uppseld fyrir mörgum mánuðum. Þau voru samt komin á biðlista á ýmsum hótelum ef einhver hyrfi óvænt á braut.

Þau borðuðu kvöldverð á veitingastað hótelsins og voru þögul framan af máltíð. Eftir nokkur rauðvínsglös og góðan mat voru þau þó farin að sjá skoplegu hliðina á þessu vandamáli og orðin ástátt um að láta þetta reddast. „Við kynnumst hvort öðru þá bara miklu betur en til stóð“ sagði Diddi og glotti. Þau hlógu og pöntuðu sér aðra flösku af ódýru rauðvíni.

Dagbjört vaknaði eldsnemma næsta morgun og þurfti að pissa. Hún smeygði sér fram úr rúminu og læddist inn á bað. Það var hrollkalt og hún flýtti sér eins og hún gat. Hún ákvað að sturta ekki niður til að vekja ekki þau hin. Það var gott að skríða aftur undir hlýja sængina og hjúfra sig upp að Kalla sem var að venju eins og heitur bakaraofn.

Sumarfríið var loksins byrjað eftir margra mánaða bið. Frí frá bankanum, frí frá sjálfsánægðum yfirmönnum og slóttugum viðskiptamönnum. Tvær vikur af sól, strönd, góðum mat og frosinni margarítu á laugarbarminum. Það yrði svolítið þröngt um tvö pör á einu hótelherbergi en rúmin voru sem betur fór bæði stór og mjög þægileg.

Það yrði hins vegar að finna einhverja lausn á kynlífinu — það kæmi ekki til greina að vera án þess í tveggja vikna sólarfríi. Hún yrði að tala um þetta við Kolbrúnu. Kannski gætu þau skipst á kvöldum til að fara á barinn á meðan hin léku sér. Það gæti verið svolítið pínlegt að þurfa að segja vinum sínum þegar mann langaði í kynlíf, en svolítið kinkí líka … eitthvað fyrir Kalla hugsaði hún.

Síðan væri náttúrulega alltaf möguleiki á því að laumast til að elskast hægt og hljótt í myrkrinu meðan hin svæfu. Hún velti sér varlega og leit yfir á hitt rúmið í daufri morgunbirtunni undan gluggatjöldunum. Þarna svaf Diddi með ljósa hrokkna hárið sitt á koddanum í seilingarfjarlægð. Hún gæti nánast strokið honum um vangann þaðan sem hún lá. Það yrði að fara mjög, mjög varlega við kynmök ef hitt parið ætti ekki að vakna.

Henni hlýnaði svolítið við tilhugsunina um ástaratlot með ákafa en mikilli leynd meðan allt væri kyrrt og hljótt um nóttina og vinir þeirra lægju grunlausir og sofandi í fáeinna sentímetra fjarlægð. Hún strauk sér létt um kviðinn og brjóstin undir bolnum og fann hvernig hitinn ágerðist. Hún hagræddi sér varlega í rúminu og strauk sér í gegnum nærbuxurnar. Loks stóðst hún ekki mátið og færði höndina inn fyrir buxnastrenginn.

Hún greip andann á lofti og kipptist við þegar fingurnir snertu rennvota píkuna. Hún rak hnéð í hlýtt lærið á Kalla sem umlaði hátt og bylti sér í svefni. Hún heyrði rjátla í sængurfötum þegar Diddi og Kolbrún veltu sér til í hinu rúminu. Hún lá grafkyrr og þorði varla að anda í nokkrar mínútur.

Brátt heyrði hún að samferðarfólkið var aftur í fastasvefni. Hún stakk tveimur fingrum djúpt inn í sig og reyndi að gæta þess að ekkert hljóð heyrðist í sænginni þegar hún strauk snípinn með léttum, hringlaga hreyfingum. Hún naut þess að finna lostann læsast um sig alla og tók sér góðan tíma í morgunkyrrðinni.

Fullnægingin kom svo óvænt og kröftuglega að Dagbjört andköf sem heyrðist um allt herbergið.  Hún lokaði augunum og bældi fullnægingarstununa með því að bíta þéttingsfast í sængina meðan eftirskjálftarnir riðu um líkama hennar. Hún reyndi að ná stjórn á andardrættinum og opnaði augun örlítið til að fullvissa sig um að allir væru enn í fastasvefni.

Útundan sér sá hún að Diddi var með hálfopin augun og horfði alvarlegur í átt til hennar. Hún varð skelfingu lostin, það var enginn vafi á því að hann hafði orðið vitni að unaðslegu fullnægingunni sem hafði hríslast um hana. Hún lét á engu bera og eftir nokkurra mínútna bið þvingaði hún sig til að draga andann hægt og djúpt eins og hún væri í fasta svefni. Smám saman færðist ró og kyrrð yfir hana og hún fann hvernig hún sveif í átt að draumalandinu.

Í svefnrofunum heyrði hún ofurlágt taktfast skrjáf sem smátt og smátt varð greinilegra. Hún opnaði augun örlítið og sá að Diddi horfði enn alvarlegur í átt til hennar. Stæltir upphandleggsvöðvarnir hnykluðust í reglubundinni hreyfingu og sængin hreyfðist hljóðlega en taktfast. Kolbrún vinkona hennar umlaði eitthvað upp úr svefni en Diddi hélt ótrauður áfram. Takturinn varð sífellt hraðari og skrjáfið greinilegra uns Diddi snarstoppaði skyndilega og opnaði munninn í hljóðu ópi. Hann virtist standa á öndinni í nokkra stund en seig síðan niður í rúmið eins og sprungin blaðra. Dagbjört brosti með sjálfri sér, snéri sér á hina hliðina og kúrði sig upp við hlýjan líkama Kalla. Brátt voru allir í fastasvefni á ný.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: